miðvikudagur, 27. ágúst 2014

Rússarnir og sellófanið

Var ég búin að tala um rússana og sellófanið? Ok ekki sellófan, en wraping-plast... þeir eru auðspottaðir á flugvöllum og á hótelum þar sem allur farangurinn þeirra er vafinn í þunna plastfilmu... stundum sér maður þá líka í móttökunum að bíða eftir að verða sóttir - á fullu að vefja farangurinn í plast!

Magnað fyrirbæri alveg hreint, og af hverju eru allir skandinavískir strákar um tvítugt í nærbuxum undir sundbuxunum sínum (boxer) svo það stendur alltaf björn borg uppúr sundskýlunni - einstaklega ósmart verð ég að segja!

þriðjudagur, 26. ágúst 2014

Lost in translation

Stundum er svo erfitt að gera sig skiljanlegan hér á Tyrklandi... fólkið talar ekki nógu góða ensku og skilur á stundum ekkert hvað maður á við, og í ofanálag misskilur það hlutina svo illa að það móðgast og heldur að ég sé dónaleg - hef oft hugsað til myndarinnar lost in translation, sumir hlutir komast hreinlega ekki til skila og maður getur ekki annað en dæst og gengið í burtu.

Fleiri hlutir sem ég kem til með að sakna eru meðal annars vatnsmelónubíllinn sem ég keyri gjarnan framhjá, það er svona lítill sendiferðabíll sem er lagt fyrir utan lítinn súpermarkað, og hann er alltaf fullur af vatnsmelónum á morgnan með verði tússað á brúnt pappaspjald sem liggur ofan á vatnsmelónuhrúgunni í bílnum. Annar ávaxtasali heldur sig niðri á Ataturk street á kvöldin, þar sem hann leggur litla sendiferðabílnum sínum alltaf á sama horninu, ofan á þaki bílsins og húddinu eru svo margir pokar fullir af sítrónum sem eru til sölu handa vegfarendum!!
Það er eitthvað sem er svo æðislegt við þetta - svo heimilslegt en á sama tíma framandi.

föstudagur, 22. ágúst 2014

Það sem ég á eftir að sakna..

....er fiskmarkaðurinn hinum megin við götuna... verst að ég fer alltof sjaldan þangað, þar eru fiskisalar að selja bráð dagsins, grænmetis- og ávaxtasalar, kryddverslun og litlar búðir með allskonar nauðsynjavöru eins og matarolíu, egg og jógúrt (og fullt fleira). Svo eru líka veitingastaðir á markaðnum... fór þangað inn í dag - og er strax farin að sakna þessa staðar, og fer ég nú ekki einu sinni oft þangað!! Verð að borða á einum af stöðunum áður en ég fer heim!
Annars er ég að vona að ég fari ekki heim 3. september.. hef í raun ekkert að gera heim svo snemma, nema standa í einhverju veseni með bílinn og málara...

Á líka eftir að sakna þess að keyra milli Alanya og Incekum og hlusta á Kýpverska útvarpið með grísku lögunum, er nú þegar búin að sanka að mér fullt af lögum - þökk sé Shazam sem getur hlustað á lög án þess að vera nettengdur þá stundina, vistað það og þegar maður er næst á neti leitar það að laginu!! Algjör snilld.

Hlakka samt til að vera með internet í símanum mínum ALLTAF.. hefði getað fengið það hér - en fannst það ekki taka því fyrir 7000 ISK skráningargjalds á síma... get gert ýmislegt annað við þann pening...

Á eftir að sakna veðursins hérna - jafnvel þó það sé alltof heitt þessa stundina! Og þá meina ég ALLTOF heitt..

Á eftir að sakna verðlagsins á Tyrklandi þar sem snickers kostar eina líru, eða um 55 ISK - ágætis máltíð á veitingastað kostar svo um 20-30 lírur eða 1100 - 1650 ISK og gjarnan minna... ef einhver pælir í McDonalds economy þá er Big mac meal á 14 lírur - 770 ISK

Hlakka til að horfa á TV, fara á Riff, fara í bíó..

Veit ekki hvort ég á eftir að vera fegin að vera komin heim og strákar ekki að blikka mann á hverjum degi - eins og tyrkirnir geta stundum verið pirrandi og creepy á stundum, þá er samt á sama tíma gaman að finna fyrir því að maður sé ekki ósýnilegur!!

ok.. I'm getting depressed....
sjáumst kannski heima í haust.. hahaha.... veit ekki hvað mér finnst um þig Ísland.

Gefðu mér ástæðu til að fara heim.. hvað er heima??

Mér er jú sagt að ég sé 80% turkish... og spurð ítrekað hvort móðir mín eða faðir sé tyrki... nei hvorugt

Tyrkinn kveður í bili - trúi ekki að tíminn hafi liðið svona hratt

miðvikudagur, 20. ágúst 2014

Vatnsrennibrautagarður

Ég og Camilla, ein úr vinnunni skelltum okkur í vatnsrennibrautagarð í dag - fín tilbreyting frá því að hanga bara við sundlaugina, fara á ströndina eða mæla göturnar

Hér má sjá video af karlmanni af youtube renna sér í brautunum sem við renndum okkur í, ljómandi góð skemmtun...

Eini gallinn er að ég er komin með kvef og smá hálsbólgueinkenni - svo núna sit ég bara heima undir teppi, hugga mig með heimsendum McDonalds með klút um hálsinn, horfi á video og snýti mér :)

Annars fer nú að styttast í það að ég fari að koma heim - sem gæti jafnvel orðið 3. september

föstudagur, 8. ágúst 2014

Og bærðist ekki hár á höfði hans

Tyrkir nota svo mikið af hárgeli að hárið á karlpeningi landsins lítur út eins og á Ken dúkku - úr plasti það er að segja!
Sá til dæmis tvo stráka á skellinöðru í dag, í hvítum skyrtum og svörtum buxum - á leiðinni í vinnuna ímynda ég mér, ýmist á hóteli eða veitingastað... báðir með svo mikið gel í hárinu, að það bærðist ekki á höfðinu á þeim á skellinöðrunni - það fannst mér alveg magnað! 

Núna er orðið minna en mánuður þar til síðustu íslendingarnir fara heim - ótrúlegt hvað þetta sumar hefur flogið hratt.. á alveg eftir að sakna Tyrklands þegar ég kem heim, það er ekki spurning!

Svo verður forvitnilegt að koma heim - því þegar ég kom seinast heim eftir svona langa dvöl erlendis fór ég í fyrsta lagi í nokkurra vikna fýlu/þunglyndiskast... og hins vegar hafði ég algjörlega dottið útúr öllu því sem hafði gerst á Íslandi á meðan - og ég held að sá hluti sé jafnvel ýktari núna heldur en síðast...

Þið verðið bara að updeita mig þegar ég kem heim

kv.
Elín