þriðjudagur, 28. ágúst 2012

Götutískan í Finnlandi

Rakst á frétt á mbl.is þess efnis fyrir mörgum mánuðum að hér á landi var staddur heimsfrægur tískubloggari frá Finnlandi, og kíkti ég því inná heimasíðuna hennar: hel-looks.com ég get nú ekki sagt að ég hafi heillast af götu-tísku þeirra Finnanna. 
Get meira að segja viðurkennt að ég hafi séð eitthvað í líkingu við fólkið á tísku-blogginu gangandi um götur Helsinki. Þó ekki í eins miklu mæli og ég bjóst við, þar sem flestir á tísku blogginu er mjög extreme í klæðaburði, megnið af íbúum Helsinki eru mjög mainstream í fatavali.. en svona eftir á að hyggja velti ég fyrir mér hvort Finnar séu pönkaðari heldur en Danir, ég er bara ekki frá því :)
Finnarnir meiga þó eiga það að þeir eru original - sem er meira heldur en ég get sagt um 95% Íslendinga.. 

kv.
miss un-original 

luv,
E


föstudagur, 24. ágúst 2012

Milan city

Það gengur alveg merkilega vel að vera on a retail rehab og fara til útlanda hjá mér, er nánast fráhverf fatnaði þessa dagana - eða þá að tískan í Evrópu þetta árið á ekki uppá pallborðið hjá mér..

En það sem ég verslaði mér af "bann-listanum" kemur hér á eftir, talið upp eftir borgum;

Helsinki; Grænir raf eyrnalokkar - 29 evrur
Tallinn; svartar stuttar stuttbuxur - 18 evrur
Milan; grænn Abercrobie bolur;

Abercrombie bolur - 44 evrur, eða 6.640 ISK, dýrt but LOVE IT

Ég keypti svo mjög svipaðan bol úr Gap á 10 evrur, nema hann er blár, en ég ætlaði að kaupa Abercrombie bolinn í dekkri grænum lit - en hann var uppseldur þegar ég áttaði mig á því að ég hafði keypt vitlausa stærð, svo ég tók lime-græna bolinn í staðinn, en án djóks þá verkjar mig ennþá í þennan dökk-græna. Það að máta föt í 35 stiga hita í verslun með engri loftkælingu í mátunarklefanum er HELL, svo ekki að undra að ég hafi veðjað á vitlausan hest :(

Ég verð því að segja að ég hafi gengið óhemju vel það sem af er af árinu að halda fatakaupum í skefjum, ég er að sjálfsögðu ekki alveg fall-laus en ég geri grein fyrir öllum freistingum sem ég fell fyrir í lok ársins :)

Það sem ég verslaði hins vegar í Mílanó var makup; keypti dökkbláan eyeliner frá ítalska merkinu Corristar (hann er svo silkimjúkur) minnir helst á 7.000 ISK Estré Lauder augnblýantinn - nema kostaði undir 2.000 ISK.  Svo datt ég inní Kiko og keypti augnskugga og bursta, spennt að prófa það tvennt og hvernig það reynist. 

Greinilegt að blátt og grænt á uppá pallborðið hjá mér þessa dagana.. sé það bara þegar ég skrifa þennan texta... hehe.

Annars var ég illilega bitin af moskító-flugum í Milanó, hef aldrei á ævinni fengið eins slæm bit við erum að tala um að frá einu biti fékk ég rauða skellu á lærið á stærð við miðlungs-stóran matardisk, annar ökklinn varð svo fyrir 2 bitum og varð bólginn og undir lokin fjólublár að lit. Í apóteki í Mílanó fékk ég krem og ofnæmistöflur, það gerði minna en ekkert gagn :( Aloe vera og bólgueyðandi verkjalyf gerðu heldur ekki neitt. Það fyrsta sem ég gerði því er ég kom heim var að fara á slysó, og fékk þar steratöflur og sterakrem, sem inniheldur m.a. parabenefni - það stendur meira að segja í lyfseðlinum að kremið geti valdið ofnæmi og útbrotum - hugsið ykkur og það krem sem er notað VIÐ ofnæmi og útbrotum! Garg pisses me off!

Þrátt fyrir að hiti og flugnabit hafi náð að setja strik í reikninginn, þá tókum við sight-seeing bus útum alla borg, misstum því miður af "Síðustu kvöldmáltíðinni" eftir Da Vinci - en það er mælt með því að maður panti sér tíma-slot þar með 2ja vikna fyrirvara, en þegar maður veit ekki hvort maður komist út sama dag og flugið fer - er það soldið tricky... borðuðum góðar pizzur og drukkum ljómandi gott rauðvín, kíktum í búðir, sumir komust í kirkju og aðrir ekki vegna strangs dess-code. Tókum ranga beygju og misstum af kirkjugarðinnum, ég sofnaði í sight-seeing bussinum.. en ég var með sólgleraugu svo það bjargaðist, sofnaði svo næstum því líka ofan í pizza diskinn minn, slapp fyrir horn þar - vá er farin að hljóma eins og ég þjáist af narcolepsy :) Fengum óþolinmæðiskast í sight-seeing bussinum og í Nomination búðinni - og gengum þaðan út. Önnur gerði mega killer kaup á kremi, og uppgvötuðum í leiðinni að Icelandair okrar gróflega á þessu sama kremi! Viva Italia.. Datt næstum því á hausinn, löbbuðum um í almennings-garði, forðuðumst götusölumenn og vorum ekki rændar!
Mest var ég samt fegin að hafa tekið sandalana sem ég tók með mér og svörtu buxurnar mínar sem ég pakkaði á síðustu stundu - án þeirra hefði ég ekki funkerað í þessari tískuborg með flugna-bitin mín. Mesta scorið var samt að við vorum ítrekað spurðar um leiðbeiningar hingað og þangað á ítöslku - svo við hljótum að hafa lookað eins og locals ;)

Luv,
E

sunnudagur, 12. ágúst 2012

Furniture makeover

Sælir kæru vinir,

ég ætlaði að vera löngu búin að pósta þessu hérna inn, en þetta verkefni réðst ég í á vordögum:

hérna koma fyrir og eftir myndir;

 Fyrir-pússaði svo lakkið af með sandpappír

 Grunnað

Eftir

Höldurnar fékk ég í Bauhaus, og kostaði stykkið 900 kr
Sandpappírinn var frekar fínn og fékk ég hann úr bílskúrnum hjá pabba :)
Grunn-málingin; var grunn-al frá Málingu (gamall afgangur frá því ég málaði íbúðina)
Appelsínu gulu málinguna fékk ég í Slippfélaginu, um 3.000 kr


fimmtudagur, 9. ágúst 2012

Meðmæli mánaðarins; Ágúst

Borgin:

Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Borgin kom svo skemmtilega á óvart - elska hana... á eftir að fara aftur vonandi.

Atlas-mennirnir á lestarbrautarstöðinni

Bókin:

10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, eftir Hallgrím Helgason
Algjör snilld, var ekki viku að klára hana.. met í hraðlestri hérna megin.



Maturinn:

Ikea heima pizza hjá systu með pepp, svepp, lauk og rjómaosti, mmm.. namm namm..

Luv,
E

þriðjudagur, 7. ágúst 2012

Sumar-naglalökk

Eftir að hafa gramsað á youtube og tískubloggum snemma í vor, ákvað ég að fara í gegnum naglalökkin mín og finna þau sem væru hvað hentugust fyrir tísku-straumana í sumar.
Var ég eitilhörð á því að ætla ekki að kaupa neitt nýtt naglakk, bara nota það sem ég ætti, og þetta eru lökkin sem ég fann:

Sumar-collectionið mitt

Rosa sérstakt samt að pastel litir og neon-skærir litir séu í tíksu á sama tíma.

Ég gat þó ekki hamið mig, og freistaðist til að kaupa fyrsta og eina OPI naglalakkið mitt í litnum; my chiuwowa bites. Það er skær-coral bleikt... en ég veit ekki hvað mér á að finnast um gæðin, þar sem ég var ekki búin að vera með naglalakkið í einn sólahring og þá var búið að kvarnast uppúr lakkinu!

Luv,
E