miðvikudagur, 6. júlí 2016

Izmir í hnotskurn

Eins og Þessalóníka á Grikklandi er gerð fyrir konur sem elska skó þá er Izmir gerð fyrir tilvonandi brúðir þar sem hér í borg eru nokkrar aðloggjandi götur þar sem önnur hver verslun ef ekki meira sérhæfir sig í brúðarkjólum. Og engum smá kjólum skal ég segja ykkur, sumir eru alsettir perlum eða semelísteinum, blúndum, blómum, eða því sem líkist fiðrildum. Pilsin á sumum eru svo stór að kjólarnir myndu sóma sér vel í my big fat gypsy wedding. Nú svo er að finna verslanir með furðulega þema kjóla í anda Viktorísks stíls og rómersks gladiator look. Nú eða bleikur stuttur kjóll í líkingu við ballet dress.. Svo ef brúðkaup stendur til á þínum bæ, þá er eitthvað til fyrir alla í Izmir



Annað sem er nóg af hér í borg eins og brúðarkjólaverslunum eru villihundar, þeir fara um ýmist einir eða í hópum, og taldi ég þá tíu saman í dag í einum hópnum. Ekki fer alltaf vel fyrir þessum hundum eða þeim sem á vegi þeirra verða, en er ég steig út úr einni verslununni á aðal-brúðarkjólagötunni sem er steinsnar frá hótelinu mínu þá sá ég að augu allra gangfarenda beindust að grasblettinum á milli akgreinanna, þar lágu tveir piltar, skólausir og ringlaðir og var hópur fólks að hlúa að þeim. Er betur að var gáð sá ég hvar bifhjólið þeirra hafði verið dregið uppá grasblettinn, og sömuleiðis einn villihund, en greyið virtist ekki með lífsmarki. Sjúkrabílar komu aðvífandi innan augnabliks og var piltunum mokað uppá börur og keyrðir í burtu - vona að það hafi farið betur fyrir þeim.
Bless Izmir,
í bili - vona að ég sjái þig aftur síðar

sunnudagur, 3. júlí 2016

Tyrkland once more

Það er eitthvað við Tyrkland sem fær mig til að langa til að koma aftur og aftur hingað - og once more er ég hérna þegar ramadan er að enda - sem hentar ágætlega þar sem þá er ókeypis að nota hraðbrautirnar! Ég sótti bílinn í dag - my favorite: Fiat Linea - haha strákarnir á hótelinu sögðu meira að segja wow a nice car þegar ég lét þá um að leggja bílnum fyrir nóttina! En ég er ekki viss um að heima yrði jafn mikið wow-að yfir honum.
Izmir er alveg ljómandi skemmtileg borg, sú þriðja stærsta á Tyrklandi - en samt ekki svo rosalega stór að maður ráði ekki við hana, en brött er hún, er lengra dregur frá sjónum, meira að segja töluvert brattari heldur en Thessaloniki. Fór að skoða kastalann í dag, keypti geisladiska fyrir aksturinn næstu daga, fór í liftu-turninn, en turninn er kallaður Assansör - eða Lyftan, þar mætti ég brúðhjónum á leiðinni niður, og er ég tók liftuna niður sátu þau í mestu makindum og drukku kaffi á kaffihúsi úti á götu. Í kastananum var ljómandi gott útsýni yfir borgina - og það sem ég kalla Mt. Rushmore Tyrklands sem yrði þá væntanlega kallað Mt. Ataturk. Hér eru líka rosalega mörg falleg gömul hús frá tímum Smyrnu, er hér bjuggu einstaklingar af ólíkum þjóðernum; Frakkar, Bretar og Grikkir, auk Tyrkja. Í gær þrammaði ég svo um markaðinn, eða Bazar eins og hann er kallaður hér. Keypti samt ekkert, nema jú límonaði - það eina sem þyrfti til að fullkomna þetta væri frappé - en límonaði fæst ekki í Alanya eða Side - held að ég verði að taka auka dag í Izmir eða stoppa í Antalya - þar fæst líka límonaði - og ég á hamam alveg eftir... Hmmm... Maurinn hérna er ekkert til að kvarta yfir - borðaði calamari í kvöldmat tvo daga í röð - en það fæst held ég alveg örugglega ekki svona gott við suður-ströndina.
Á morgun er svo formleifaskoðun: Pergamum og Troya daginn þar á eftir :)