Eins og Þessalóníka á Grikklandi er gerð fyrir konur sem elska skó þá er Izmir gerð fyrir tilvonandi brúðir þar sem hér í borg eru nokkrar aðloggjandi götur þar sem önnur hver verslun ef ekki meira sérhæfir sig í brúðarkjólum. Og engum smá kjólum skal ég segja ykkur, sumir eru alsettir perlum eða semelísteinum, blúndum, blómum, eða því sem líkist fiðrildum. Pilsin á sumum eru svo stór að kjólarnir myndu sóma sér vel í my big fat gypsy wedding. Nú svo er að finna verslanir með furðulega þema kjóla í anda Viktorísks stíls og rómersks gladiator look. Nú eða bleikur stuttur kjóll í líkingu við ballet dress.. Svo ef brúðkaup stendur til á þínum bæ, þá er eitthvað til fyrir alla í Izmir
Annað sem er nóg af hér í borg eins og brúðarkjólaverslunum eru villihundar, þeir fara um ýmist einir eða í hópum, og taldi ég þá tíu saman í dag í einum hópnum. Ekki fer alltaf vel fyrir þessum hundum eða þeim sem á vegi þeirra verða, en er ég steig út úr einni verslununni á aðal-brúðarkjólagötunni sem er steinsnar frá hótelinu mínu þá sá ég að augu allra gangfarenda beindust að grasblettinum á milli akgreinanna, þar lágu tveir piltar, skólausir og ringlaðir og var hópur fólks að hlúa að þeim. Er betur að var gáð sá ég hvar bifhjólið þeirra hafði verið dregið uppá grasblettinn, og sömuleiðis einn villihund, en greyið virtist ekki með lífsmarki. Sjúkrabílar komu aðvífandi innan augnabliks og var piltunum mokað uppá börur og keyrðir í burtu - vona að það hafi farið betur fyrir þeim.
Bless Izmir,
í bili - vona að ég sjái þig aftur síðar
Annað sem er nóg af hér í borg eins og brúðarkjólaverslunum eru villihundar, þeir fara um ýmist einir eða í hópum, og taldi ég þá tíu saman í dag í einum hópnum. Ekki fer alltaf vel fyrir þessum hundum eða þeim sem á vegi þeirra verða, en er ég steig út úr einni verslununni á aðal-brúðarkjólagötunni sem er steinsnar frá hótelinu mínu þá sá ég að augu allra gangfarenda beindust að grasblettinum á milli akgreinanna, þar lágu tveir piltar, skólausir og ringlaðir og var hópur fólks að hlúa að þeim. Er betur að var gáð sá ég hvar bifhjólið þeirra hafði verið dregið uppá grasblettinn, og sömuleiðis einn villihund, en greyið virtist ekki með lífsmarki. Sjúkrabílar komu aðvífandi innan augnabliks og var piltunum mokað uppá börur og keyrðir í burtu - vona að það hafi farið betur fyrir þeim.
Bless Izmir,
í bili - vona að ég sjái þig aftur síðar