Jæja kæru vinir,
umsóknin komst í póst fyrir einni viku síðan - það er að segja mánudaginn 14. apríl.
Ég þurfti að hringja í sendiráðið í Osló milli kl. 14 og 16 að norskum tíma - til að fá upplýsingar um hvernig ég gæti greitt fyrir vísa-umsóknina. Stundvíslega 5 mínútur yfir 12 á hádegi að íslenskum tíma hringdi ég út (þá var klukkan fimm mínútur yfir tvö í Noregi) og fékk þar símsvara á tyrknesku, með einum valmöguleika á norsku; tryk 2 for Norsk - sem ég valdi, og þá kom annar símsvari á norsku - með upptalningu á valmöguleikum og opnum tímum fyrir mismunandi erindi. Eftir að hafa valið rétt númer (út frá skilningi mínum á norskri tungu) þá kom sami símsvarinn og fyrst - á tyrknesku, svo tryk 2 for norsk... ég lennti í þessu svona 4 sinnum í röð, og reyndi að hringja aftur - eftir að hafa hamast á takkaborðinu á símanum og nokkrum "jevla" síðar - þá náði ég loksins í gegn. Þá þurfti ég vinsamlegast að senda 800 norskar krónur með umsókninni út (sem samsvarar 15.000 ISK) - þeir taka ekki kredit-kort og ekki sím-greiðslur, og engann annan gjald-miðil. Þá vandaðist málið - ég átti engan farseðil til að fá keyptan gjaldeyri á Íslandi og ekki á ég noskar krónu liggjandi heima hjá mér. Ég hljóp því næst niður þjóðskrá og sótti búsetu-vottorðið, hringdi útum allar tryssur, m.a. í seðlabankann og komst þar að því að ég yrði að sækja um undanþágu frá gjaldeyris-höftum - guð má vita hvað það hefði tekið langan tíma en þökk se góðum vini, sem átti farseðil til útlanda varð hann sér út um gjaldeyri fyrir mig og ég gat sent umsóknina út sl. mánudag fimm mínútum fyrir lokun hjá FedEx - núna er bara að bíða og vona að sendingin skili sér til Noregs á næstu dögum.
To do listi:
-klára að vinna heimavinnuna mína